Wednesday, April 27, 2005

Rafting í sumar?

Erum við ekki þokkalega að fara í rafting í sumar???


Ég legg til að við söfnum í tvo báta (keppni sko) og pöntum a.s.a.p. svo við fáum nú sumarbústað með potti og alles..

Wednesday, April 20, 2005

Gleðilegt golf!

Æ hvað ég hlakka til sumarsins! Ég get ekki beðið eftir því að finna lykt af nýslegnu grasi, grilluðu kjöti, fara í útilegur með fjölskyldu og vinum, fara í kjól í vinnuna og sjá ofurhressa Íslendinga vappa um á hlírabol og stuttbuxum í 15 gráðu hita. Nú get ég meira að segja bætt einu á þennan lista og það er.. golf..
Já það er rétt! Við Jensi keyptum okkur mergjuð golfsett á Flórída og planið er að hamast á völlunum í sumar og geta rústað pabba í haust!! ;) Erum meira að segja skráð í eitt stykki fjölskyldugolfmót í júlí svo hér dugar engin linkind. Sérstaklega þarf ég að vera dugleg við æfingarnar því ég þyki víst ekki vera með golfið í blóðinu *hósthóst* Image hosted by Photobucket.com

Prófin eru nú bara rétt handan við hornið mér til mikillar skelfingar.. hvernig komust þau þangað?? Mér finnst eins og prófið í almennunni hafi verið í síðustu viku. Tíminn er farinn að líða óstjórnlega hratt. En ég tek bara góðan MR-pakka á þetta svona eins og maður var vanur og lofa því svo að þetta komi aldrei fyrir aftur! Næst verð ég með möppu fyrir hvert fag og penna í 5 litum og glósa í hverjum tíma og les vel fyrir hvern dag og.. og... og ..... hversu oft hefur maður sagt þetta! :/
Image hosted by Photobucket.com

En núna mun ég setjast við skrifborðið og finna eldmóðinn ,sem hingað til hefur verið horfinn mér, hellast yfir mig! Ég hef aldrei verið betri! (sem minnir mig á nýja lagið með Sálinni sem Jensi hatar)
Það er nú ekki eins og þetta sé leiðinlegt efni! Alls ekki.. mér finnst stjórnskipunarrétturinn mjög skemmtilegur.. það er bara þetta eirðarleysi sem hrjáir mig! Mig langar bara að hlaupa út og hrista mig, dansa og öskra um leið og ég sest niður. Þetta gildir líka um sjónvarpsgláp og almenna kyrrstöðu. Þetta hljómar kannski undarlega en svona er reyndin.

Afsakið mig, ég hef verk að vinna..

Saturday, April 16, 2005

Perla 24.05.91 - 16.04.05

Perlan okkar dó í morgun. Hennar verður sárt saknað en við erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur.

Image hosted by Photobucket.com

Það er samt svo skrýtið að ég eigi aldrei eftir að sjá né knúsa hana aftur.

Thursday, April 14, 2005

Ég á naggrís sem ilmar eins og lótusblóm

Þeir taki til sín sem eiga...

Monday, April 04, 2005

Innflutningspartý

Image hosted by Photobucket.comVið buðum í formlegt innflutningspartý á laugardaginn og voru flestir okkar bestu vinir á svæðinu þó svo að nokkurra væri sárt saknað. Græna Bollan stóð undir væntingum en var kannski fullsterk miðað við ástandið á mannskapnum þegar líða tók á kvöldið en það jók bara á skemmtunina. Það skal þó tekið fram að aðeins þeir sem voru á staðnum þetta kvöld fá að sjá myndirnar sem teknar voru.. Sjæse! Þær voru margar og rosalegar.
Image hosted by Photobucket.com












Innflutningsteitavertíðinni er þó ekki lokið því við eigum enn eftir að fá fullt af góðvinum okkar í græna bollu. Þetta var aðeins fyrsta flytjupartýið af nokkrum svo örvæntið eigi. ;)

Ætli ég þurfi ekki að fara að læra.. úff púff..