Sunday, March 27, 2005

Blogg frá Flórída

Gleðilega páska alle sammen!
Hjá okkur er núna hressilegt þrumuveður sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég vildi að það væru oftar almennileg þrumuveður á Íslandi. Nenni ekki að skrifa mikið en miklar heilsur til allra.. sérstaklega til Ciceró og hins nagdýrsins míns hennar Elínar og auðvitað til Þorbjargar iðjuleysingja,Egils, Gunna og Daxa :)

- Feitt matarboðsparty þegar ég kem heim maður..

og Halldór.. I got the hat and it is very nice... VERY nice.. kveðjur til þín líka úr los þrumos..

Tuesday, March 15, 2005

Fann vin í eyðimörkinni..

Já.. ég er mjög hugmyndarík og frjó manneskja eins og þið vitið og því fannst mér kjörið að taka þátt í nafnasamkeppni Bláfjalla (var reyndar bara í umræðutíma í lögfræði og hafði ekkert betra að gera) . Það átti semsagt að koma með uppástungur að nöfnum á allar 14 lyfturnar í fjöllunum og tillagan varð að hafa einhvert þema.. Ég vissi að nýja lyftan væri í Kóngsgilinu sem allir þekkja sem í Bláfjöll hafa komið og fannst fínt þema að nefna stærstu 3 lyfturnar Kónginn, Drottninguna og Gosann og svo rest bara Tían, Nían... þið skiljið..
Nýja stólalyftan var stærst þannig að hún var Kóngurinn og barnalyftuna nefndi ég Jókerinn því það vantaði fjórtánda spilið. Jæja svo sé ég bara á forsíðu Moggans í síðustu viku "Kóngurinn vígður í dag" og komst þannig að því að hluti af mínum nöfnum hafði verið valinn (þrjár stærstu lyfturnar heita Kóngurinn, Drottningin og Gosinn) og að ég hefði greinilega unnið þessa keppni sem ég tók þátt í einhvern tíma í nóvember. Ég sendi stjórnendum Bláfjalla tölvupóst um þetta mál og þeir óskuðu mér innilega til hamingju! Þetta er allt mjög skrýtið og þeir hafa ekkert haft samband síðan en skv. auglýsingu um keppnina þá á ég nú ekki bara að fá heillaóskaskeyti heldur líka árspassa í Bláfjöll fyrir alla fjölskylduna og úttektir á úttekt ofan í útivistarvörubúðum. Ég ætla bráðlega að hafa samband við þá aftur og gera þeim í leiðinni (þ.e.a.s. EF þeir verða með vandræði) grein fyrir því hvar ég var stödd þegar ég skoðaði auglýsinguna, tók ákvörðun um að taka þátt, valdi þema og skilaði inn tillögu.. já ég var nefninlega í umræðutíma á Lögbergi umvafin hundruðum laganema og lagaprófessorum. Ekki einu sinni reyna þetta strákar!


Ég er búin að búa til svona myndasíðu sem þið getið skoðað HÉR
Þar getiði meðal annars séð myndir sem við tókum í þokunni um daginn og svo bara almennar útsýnismyndir sem og myndir frá Egyptalandi og úr raftingferðinni miklu.

Wednesday, March 02, 2005

Blásalabúskapur

Við erum flutt inn.. fluttum inn síðasta laugardag og erum svooo ánægð. Héldum matarboð fyrir foreldrana á innflutningsdaginn þar sem ég fór algjörlega á kostum í eldhúsinu og eldaði pekingönd með öllu tilheyrandi. Ekki laust við að mamma og tengdó hafi orðið frekar undrandi því ekki hef ég verið mjög nytsamleg við matargerðina heima hjá þeim og þær frekar búist við að fá spagettí og pulsur. Við erum búin að fá fullt af gestum síðan þá og ég, húsmóðirin mikla, er alltaf með heitt á könnunni og Betty í ofninum ef fleiri hafa áhuga.
Það er bara voðalega kósý að vera svona bara tvö ein í fleti enda höfum við varla farið út úr húsi síðan um helgina. Jensi er auðvitað búinn að tengja og festa upp allt sem hægt er að tengja og festa og get ég núna horft á þætti í tölvunni í sjónvarpinu, sjónvarpið í tölvunni og tónlist frá öllum áttum alls staðar. Svo erum við líka komin með þráðlaust net og ég get ekki lýst því hvað það var gott! Það var eins og að sleppa úr margra ára einangrun á eyðieyju.. voðalega er ég háð þessu. Núna sit ég því í sófanum frá langafa og langömmu, hlusta á City of angels diskinn og hef sjónvarpið á mute, horfi út um gluggann og blogga...
Útsýnið hefur ekki valdið okkur vonbrigðum, það er eitt sem er víst. Ég er ábyggilega að horfa á ykkur öll núna! Ég sé flugvélarnar lenda í Keflavíkurflugvelli og ljósin í bænum þar, reykinn úr Bláa lóninu, Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog, Reykjavík, Seltjarnarnesið, Akranes og Snæfellsnes.. Ég hef líka verið að fylgjast með skipakomum sem er ansi gaman. Það er mjög sérstök tilfinning sem bærist í brjósti mér þegar ég fylgist með þeim hverfa á bak við sjóndeildarhringinn á vit ævintýranna (eða loðnunnar).. en það er kannski bara ég ;)
Það verður allt mjög fallegt hér uppi í ljósaskiptunum. Allt rautt og gult og sjórinn virkar skærblár.. gaman að sjá yfir þetta svæði og sjá Snæfellsjökulinn rauðglóandi í fjarska. Jens tók ansi flottar myndir af því á mánudaginn síðasta sem ég kannski sýni. og svo að ég tali nú ekki um myndirnar sem hann tók þegar það var þoka hjá ykkur á jarðhæð en sólarlag hjá okkur hér á 12.hæð.. það var eitt af því magnaðasta sem ég hef séð. Fyrir ofan skýin alveg eins og í flugvél.

Ég ætlaði nú bara aðeins að láta vita af mér! Ég er ekkert alltof dugleg í þessu bloggveseni og ég held það batni ekki á næstunni því það er allt brjálað að gera. Ég þarf að vinna upp vanrækt nám, næstu 2 helgar alveg upppantaðar í matarboð og innflutningsskrall og svo förum við Jens með fjölskyldunni minni til Flórída eftir rúmar 2 vikur... Ég er ekki að kvarta :)