Monday, February 27, 2006

Það sem ykkur hefur alltaf langað til að segja um mig..

Thursday, February 23, 2006

Ég ætla að gera svona eins og allir hinir því þið vitið hvað ég er mikil kind í mér.

Fernt sem að ég hef unnið við:
- Á kassa í Nettó
- Starfsmaður í eldhúsi á elliheimili/hjúkrunarheimili
- Þjónustustúlka á VOX
- Gjaldkeri í banka.


Fjórar bíómyndir sem að ég gæti horft á aftur og aftur:
- LOTR að eilífu
- Bridget Jones´s diary
- Monty Python myndirnar
- Don Juan de Marco.. bara svo góður söguþráður sko!


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir:
- Family guy
- Friends
- Sex and the city
- Allt með David Attenborough stórvini mínum ójá.


Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Löngumýri 20
- Ásbúð 87 (við hliðiná þarna djöfuls dansstelpunni)
- Rjúpnahæð 3
- Blásölum 22


Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Spánn/Flórída/Krít = afslöppunarfrí í sól og vínlegi.
- Nýja Sjáland.. mikið ferðalag og góður hasar.
- Egyptaland.. aðeins meiri hasar
- Íran.. mun meiri hasar


Fjórar síður sem ég fer daglega inn á:
- mbl.is
- ugla.hi.is
- wulffmorgenthaler.com
- Blogg smogg..


Fernt matarkynst sem ég held upp á:
- Piparsteik a la pabbi.
- Djúsí súkkulaðiköku a la mamma sem úr lekur súkkulaðigums þegar maður setur skeið í hana.. æ þið skiljið. Svo bara allt með súkkulaði.
- Sushi a la Jens. Helst með laxi eða túnfiski.
- Kjúklingabringur a la moi í bbq-sykurlegi og sesamfræum með fetaostasalati og kartöflurétti. (samt mömmuuppskrift en hey)


Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
- Að kafa við strandir paradísareyju einhverrar með ekkert framundan í nokkra daga nema afslöppun.
- Á leið í road trip um Ástralíu með góðu fólki.
- Í vínsmökkun í Toscanahéraði á Ítalíu.
- Að borða satay-svínakjöt... í Malasíu.
og fleira og fleira og meira ...

Friday, February 03, 2006

Þetta er skrifað í 35.000 feta hæð yfir Svartahafi um borð Boeing747 flugvél Singapore Airlines

Read it and weep! ;)