Tuesday, April 25, 2006

Ég var að borða svo sterkan mat að ég er með svitaperlur á vörinni og suð í eyrum.

Now THAT'S what I´m talking about!

Wednesday, April 19, 2006

SAVE ME JEBUS

Ég er svo ólögleg! Jesús minn hef aldrei lent í öðru eins. Ohhhhhh. En jæja.

Annað í fréttum er:

Ég fékk mér í hádeginu rautt eðalgingsen til að skerpa á einbeitingunni og allt það en þar sem þetta kukl er örvandi hefði ég ekki átt að fá mér nokkra *hóst* kaffibolla sama dag. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar svo ekki láta þér bregða þótt ég birtist veinandi og titrandi, böðuð köldum svita fyrir utan gluggann þinn.

Ég er í buxum sem láta mig fá viðbjóðslegan hroll ef þær nuddast utan í stólinn og ef ég klóra í þær.. Þetta gerir setu yfir lærdómi (að viðbættu gingsen-slysinu) töluvert erfiða.

Ég elska gítarsóló.

Það þykir víst ekki sniðugt að taka ferju til Alsír í sumar.

Við Elín lumum á miklu leyndarmáli sem við bæði elskum og skömmumst okkar fyrir í einu.

Takmark mitt í þessari prófatörn er að reyna að borða nógu mikið af gulrótum til að það hafi áhrif á litarhaft mitt.

Það getur verið hættulegt að sofna á strönd.

Jens steig á kló (fyrir innstungu) og hún stakkst upp í löppina á honum og það var blóð um allt.

Hotel California með Eagles er alltaf svo kósý smósý og spænska útgáfan er drepfyndin.

Það er þvílík viðreynsla í gangi á svölum íbúðarinnar við hliðiná.. rauða serían hvað? Ég hef klámkjafta á 12.hæð.

Sumartilfinningin mín er seint á ferð í ár en hún er að koma.. jess!

Fyndasti maður Íslands vinnur á bifvélaverkstæði Toyota og hann lagar bíla sem eru að fara að springa.

Ég fæ bráðlega bjórbumbu. Þökk sé Birni Swift þá drekk ég nú bjór sem vatn og Dagur og Jens eiga heiðurinn af því að ég sé orðinn hveitibjórs-fíkill. Akkúrat öfugt með tequíla.. verð græn af lyktinni.

Ostapopp er æðislegt þótt það lykti eins og sveittir fætur. Með því getur maður svo líka gert kúlur sem fara á kúlurnar ef þið skiljið hvað ég meina.

Ég vaknaði glöð í morgun og hélt ég væri að fara að skoða kettlinga en var svipt því með glæpsamlegum hætti.

Ég er að flagna á löppunum.

Flagna er ógeðslegt orð.

Flagna

Flagn

Monday, April 17, 2006

Draugagangur við Gatwick

Mooooning og gleðilega páska!
Við erum komin aftur í kuldann og bækurnar og nú hefst mikið kapphlaup við tímann að ná að lesa allt um úrskurði óbyggðanefndar, þinglýsingar og veðsetningar fyrir próf! Jibbý og húrra!! Þetta er samt skárra en það hljómar... held ég. Ég kemst að því fljótlega.

Það var æææðislegt á Spáni og ég var varla lent þegar útþráin blossaði upp aftur. Ég held ég sé orðin eitthvað lasin.. ferðalasin.. hugsa ekki um neitt annað en ferðalög og skipulagningu mikilla langra ferða um allan hnött. Þeir sem tala við mig fá einmitt að kynnast því að ég hef ekkert að segja nema um vegabréfsáritanir (eins fyndið og það er þá eru Íslendingar, Maldiveseyjaskeggjar og Sambíumenn einu þjóðirnar sem ekki þurfa vegabréfsáritanir til Pakistan), bólusetningar, vatnshreinsitöflur og slíkt. Allir auðþreyttir á þannig tali skulu halda sig úr kallfjarlægð.
Svo horfum við Jens á endalausar heimildamyndir og þætti um ferðir og lönd og erum í þessari viku að klára næstsíðustu ferðaþáttaseríu Michael Palin (sem ég er laumuástfangin af by the way) sem hefur ferðast um allan heim okkur til ánægju og gagns.
Jens kvelst og þjáist af nákvæmlega sömu ferðaþörf svo það stefnir allt í að eitthvað verði gert í málunum.

En aftur að Spáni.. Þetta var rosa notaleg ferð og við slöppuðum bara af í sólinni með vínglas og Andrésblöð (þinglýsingar hvað??), fórum í golf og á veitingastaði. Muy bien eins og þeir segja..
Dagur gerðist svo yndislega frábær að bjóðast til að lána okkur barnið sitt (myndavélina flottu) til að nota í ferðinni og auðvitað tókum við því fagnandi. Ég var þvílíkt að æfa mig að taka myndir og Jensi kenndi mér mikið.. eins og hvernig á að taka myndir mjög hratt og hvernig á að hafa ljósopið opið stutt í einu (til að ná dropum og svona). Nú langar mig geðveikt í svona myndavél en það verður að bíða betri fjárhagstíma. TAKK DAGUR FYRIR LÁNIÐ! :)
Hér má sjá afrakstur æfinga minna:
Image hosting by Photobucket
Brynja á loftinu á leið í ískalda sundlaug
Image hosting by Photobucket
Jens að lenda í sundlauginni
Image hosting by Photobucket
Það er nú ekkert annað flott við þessa mynd nema droparnir.. ég náði þeim loksins eftir að Jens hafði kennt mér að stilla á 6 og svo mátti ekki blikka 22 og svo kom 13.. úff.. ;)
Image hosting by Photobucket
Marta með Prada-sólgleraugun
Image hosting by Photobucket
Speglun í sundlauginni
Image hosting by Photobucket
Brynja
Image hosting by Photobucket
Jens í strandtennis

Á leiðinni heim frá Spánó þurftum við að millilenda á Gatwick og gista eina nótt á 16.aldar sveitarsetri sem búið var að breyta í hótel og var rétt við flugvöllinn..
Mér leið svo undarlega þarna og sagði það við Jens en gat ekki útskýrt hvernig og get ekki enn.. Við fórum og fengum okkur að borða á veitingastaðnum og höfðum það notalegt áður en við þurftum að fara í bælið því flugið okkar var eldsnemma um morguninn.
Ég svaf ekkert.. Mér fannst alltaf eins og einhver væri að draga sængina af mér og hrökk upp! Ég reyndi svo að sofna bara aftur og hlægja að ímyndunarveikinni í mér en ég sver það var eitthvað skrýtið í gangi. Ég vaknaði aftur og aftur við að sængin rann af mér eins og einhver hefði togað í hana og svo þegar ég settist upp í eitt skiptið fannst mér ég sjá eitthvað.. skugga eða eitthvað beint við rúmið (guð hvað maður er bilaður). Ég sagði sjálfri mér að þetta væri bara burðarbitinn eða eitthvað og lagðist aftur en þegar ég settist aftur upp til að sannfæra mig enn frekar var enginn skuggi. Þá fríkaði ég út og vakti Jens sem var frekar skeptískur á þetta. Ég sofnaði aðeins eftir samtal við Jens um hversu heimskulegt þetta væri en vaknaði aftur við undarlegt hljóð sem líktist helst lágu hvæsi. Ég lá svo bara og hlustaði á þetta hljóð og reyndi að greina hvort það væri að segja eitthvað (ég tek fram að ég var mjöööög syfjuð þarna). LOKSINS hringdi vekjaraklukkan kl.4 og við fórum út á völl. Í rútunni á leiðinni út á völl sagði ég Jens frá þessari hræðilegu nótt og frá hljóðinu. Þá kom í ljós að hann hafði heyrt það líka og haldið að það kæmi frá sjónvarpinu. Þetta var samt ótrúlega skerí og sérstaklega (og sennilega vegna þess) þar sem þetta var eldgamalt sveitasetur.

Guð minn hvað þetta varð löng færsla.. svona verður þetta ef maður bloggar ekki nema á nokkra vikna fresti.
Weeeeell.. ætla að klára páskaeggið mitt og lesa um skilgreiningu fasteignar.
Ykkar Erna
Ferða-, Mynda- og Draugamálaráðherra

Friday, April 07, 2006

Hasta luego

Image hosting by Photobucket

Thursday, April 06, 2006

Í gær í Kastljósi eða einhverjum öðrum ofurbroskvöldþætti var farið í heimsókn til manns sem er mikill veiðimaður og farið um allan heim með byssuna sína. Hann hefur svo látið stoppa dýrin upp og opnað safn á heimili sínu sem var einmitt sýnt í þættinum. Í því eru alls konar dýr allt frá litlum öpum og fuglum upp í gíraffa og ísbirni sem stara svörtum gleraugum á stofuhúsgögnin.
Image hosting by Photobucket
Þessi maður virkaði nú á mig sem vænsti kall og hann talaði mikið um það að hann leggði áherslu á mannúðar(dýrúðar?)sjónarmið og mjög sjaldan kæmi fyrir að hann þyrfti að skjóta dýrið tvisvar. Frábært. Af hverju ekki bara sleppa því að skjóta og taka mynd í staðinn. Hann sagði einnig frá því að í sumum tilfellum væri þetta hrein og bein grisjun eins og með gíraffann. Það grey var víst orðið eldgamalt, slapt, aleitt og einmana og í raun greiði gerður með skammbyssuskotinu (já rifflar eru víst á leið út í skotveiðisportinu).

Eftirsókn eftir dýrum á veggi eða í annað getur verið hættuleg. Eftirsókn þýðir peninga og peningar þýða oft óprúttna aðila sem svífast einskis til að eignast þá. Sjá t.d. eins og með fílabein. Ef engin eftirsókn væri eftir því þá væri mun minni misþyrming á fílum þar sem tennurnar eru skornar úr þeim og þeir skildir eftir til að deyja. Það er víst vinsælt núna hjá ríka fólkinu að kaupa uppstoppaða hvítháfa frá S-Afríku sem seldir eru á svörtum markaði fyrir morðfjár en þeir eru í bráðri útrýmingarhættu og hætta er að fjöldi þeirra minnki enn meira ef eftirsókn eftir þeim linnir ekki. Það er margt annað sem maður skilur ekki en snýr einmitt að þessu eins og með það að í sumum asíulöndum þykja apaheilar, étnir beint úr höfuðkúpum lifandi apa, algjört lostæti og gallblöðrur úr björnum eiga einnig að hafa mjög heilsubætandi áhrif og því skornar úr þeim og þeir skildir eftir í sárum. Því eru þessi dýr mjög eftirsóknarverð og stórir smyglhringir sem snúast um að koma vesalings dýrunum hingað og þangað. Eru mörg samtök í því að reyna að koma í veg fyrir þessa og aðra misþyrmingu á öpum og fleiri dýrum starfandi í Asíu. Ég sá einmitt þátt á Animal Planet þar sem fullur gámur af ólöglega innfluttum öpum og björnum var stöðvaður á leið sinni á veitingastað í Víetnam þar sem beið þeirra ekkert gott. Svona er þetta með fleiri dýr en nú er ég komin í önnur mál sem fylla hjarta mitt svo mikilli reiði að ég get ekki hamið mig.

En aftur að veiðimanninum og safninu hans. Ég skil þetta ekki. Að geta þetta í fyrsta lagi. Skotið dýr eins og apa, antilópur eða hvað annað ekki til annars en að láta það hanga á veggjunum heima hjá sér. Fyrsta tilhugsun veiðimanna eins og hans við að sjá fallegt dýr er kannski hversu gaman væri að skjóta það. Nei ég veit það ekki.. þessir veiðimenn bera líklegast flestir mikla virðingu fyrir náttúrunni en ég gæti þetta ekki. Ég fengi samviskubit og sálarkvöl við að drepa dýr og hvað þá að hengja hræið fyrir ofan arininn minn til sýnis.

Ég held að fólk verði að fara að átta sig á því að dýr lifa á þessari jörð eins og við og við eigum þau ekki og höfum ekki rétt til að drepa þau eða fanga í engum tilgangi. Það á ekki að þykja spennandi að hafa þau hangandi dauð upp á vegg. Það á að þykja truflandi og óviðeigandi annars staðar en í náttúrusöfnum. Mér finnst líka illgjarnt að fanga dýr og geyma í búrum í dýragörðum sem ekki hafa svokallaða þjóðgarðastefnu. Fólk á að kynnast dýrum í sínu náttúrulega umhverfi en ekki lokuðum inni á allt of litlu svæði.

Viðhorf fólks og hegðun í garð dýra verður að breytast.
Image hosting by Photobucket

Saturday, April 01, 2006

Rafting...

.. í sumar?

Mér líst vel á dagsetningarnar 7.-9. eða 14.-16.júlí!

Elín Lóa ævintýrasveppur sendi rauðvínskveðju frá Buenos Aires og í henni óskaði hún eftir því ef mögulegt væri að farið væri í rafting eftir að hún kemur heim í sumar sem verður í lok júní. Elín Helga fer svo til Spánar 24.júlí og kemur aftur 3 vikum seinna og þá er langt liðið á ágúst. Svo er auðvitað spurning með Roskilde-fara.. hvenær komið þið heim aftur og svona. Ég kemst nánast allt sumarið nema nokkrar vinnuhelgar og eftir miðjan ágúst.

Allir að segja hvenær þeir komast og hvenær ekki og við reynum að mixa þetta saman!

Tútílúúú