Friday, July 21, 2006

Stórtíðindi

Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að gólfmottan er að leggjast niður. Þó ekki þannig að allt verði hreinsað út og slíkt heldur hefur nýtt über-blogg verið tekið í notkun og í þetta skipti hefur Jens ákveðið að vera með. Ný og betrumbætt síða segir ekki alveg skilið við mottunafnið þó það hafi verið yfirfært á engilsaxnesku og uppfært í "teppi". Nýja bloggið heitir SPIDERBLANKET og slóðin er http://www.spiderblanket.com. Semsagt, mjög þægilegt og einfalt.

Þar sem þetta nýja blog skarar tæknilega og vitsmunalega fram úr öllum öðrum bloggum sem allir aðrir hafa nokkruntíma gert getur verið að ykkar aumu tölvur séu ekki uppsettar til að meðhöndla það. Það þarf þó ekki að örvænta. Í flestum tilvikum kemur þetta sjálfkrafa eftir að þið ýtið eins og einusinni á "Yes". Ef það gerist ekki er ykkur hollast að smella á hnappinn hér að neðan. Það þarf nýjustu útgáfu af Adobe Flash Player og þarna hafiði hana!

Get Adobe Flash Player

Hér með er þetta blogg því lýst "úti" og Spiderblanket er "inni"

Tuesday, July 04, 2006

Það er aldeilis..

Þetta er ótrúlegt! I feel so smaaaall man..

Er í langþráðu tveggja daga fríi núna eftir erfiða vinnuhelgi þar sem mér tókst meðal annars að fljúga allsvakalega á hausinn um borð í skútu og kasta við það símanum mínum í Reykjavíkurhöfn. Þetta þóttu mikil tilþrif og ég hef núna öðlast viðurnefnið tollvörðurinn fljúgandi hjá flestu frönsku kappsiglingafólki hér á landi. Aðeins nokkrar sýningar eftir.

Í augnablikinu er ég því að glíma við ferns konar tjón.. Fjárhagslegt (síminn), líkamlegt (blá og barin, svört og marin), félagslegt (síminn farinn með öll númerin mín og enginn getur náð í mig fyrr en ég er komin með nýjan) og auðvitað andlegt (Það er mjög erfitt að ætla að þykjast vera virðulegur embættismaður eftir svona sprell).

Lífið er nú samt að fara vel með mig þrátt fyrir allt þetta tjón! Við Jens fórum í sumarbústað á Flúðum í síðustu viku með allri stórfamilíunni og höfðum það notalegt í einu sólinni sem hefur sést í sumar! Við stóðum okkur frábærlega í HÓB-mótinu (Hólmsteins-Ófeigs-Blöndal-mótið) sem þá var haldið og kepptum m.a. í golfi, rauðvínssmökkun, trivial og Singstar. Þess á milli átum við góðan mat, horfðum á HM og lágum í heita pottinum. Ótrúlega vel heppnuð ferð nema fyrir aumingja húðina á okkur sem fékk áfall og sólbrann svona líka hressilega.

Svo lítur út fyrir að ég verði líka í fríi næstu helgi sem er auðvitað alveg brillíant!

Loka þessari færslu með mynd af frændum mínum sem eins og sést eru vatnsstríðshetjur með meiru.
Photobucket - Video and Image Hosting

Wednesday, June 28, 2006

Minning

Litli nagbangsinn okkar hann Císeró er dáinn.
Photobucket - Video and Image Hosting
Hann var búinn að vera veikur í 2 mánuði áður en við urðum að kveðja hann. Þetta byrjaði með því að hann hætti að geta borðað og fór að léttast mikið og við skoðun sást að tennurnar hans voru allar skakkar og ofvaxnar þannig að hann gat varla kyngt. Fyrst leit út fyrir að hægt væri að bjarga honum með aðgerð og tímabundum matargjöfum svo við gerðum það og gáfum honum barnamat úr sprautum. Císó var ótrúlega duglegur og sætur og var eins og pelabarn á sprautunum nokkrum sinnum á dag í næstum allan þennan tíma.
Photobucket - Video and Image Hosting
Aðgerðin virkaði þó ekki eins og vonast var til og að lokum gátum við ekki lagt meira á litla grísinn og ákváðum að senda hann þangað sem allt er fullt af holum, grasi og grísakonum. Við eigum samt eftir að sakna hans þó hann sé pottþétt mjög hamingjusamur að vera kominn aftur í Andesfjöllin.

Wednesday, June 14, 2006

Vinna/sofa/vinna/sofa

Nú er ég á kvöld/næturvöktum og geri nákvæmlega ekkert annað en að vinna og sofa.. Ég hitti varla neinn mann nema þá sem ég er að vinna með nema í gær þegar mamma bauð mér í pizzu í hádeginu. Very nice! Jens er sofnaður þegar ég kem heim og ég er sofandi þegar Jens fer í sína vinnu. Fjörugt ástarlíf þar á ferð! Dagarnir eru mislangir hjá mér þó.. stundum kemst ég heim rétt eftir miðnætti en oft er ég á skríða upp í rúm á svipuðum tíma og þegar vekjaraklukkan hjá Jensa byrjar að hringja. Svo sef ég og sef alveg þangað til ég þarf að mæta í vinnuna aftur næsta kvöld. Næ kannski að fara í sturtu ef ég er dugleg. Kvöldvaktirnar líða samt miklu hraðar heldur en dagvaktirnar sem er kostur en ég er fegin að vera bara á þessum vöktum einu sinni í mánuði því maður verður alveg félagslega einangraður. Ég er greinilega algjör félagsfíkill. Pant ekki vera næturvörður!

Jens bauð mér svo á Roger Waters á mánudaginn og það var geeeeðveikt. Geðveikt geðveikt! Ég er enn svo hás að ég kem varla upp orði. Nooo words!
Photobucket - Video and Image Hosting

Jæjas.. best að drífa mig í sturtu og spjalla svo aðeins við Císó sem er minn eini félagskapur þessa dagana.

Tuesday, June 06, 2006

Síðast en ekki síst - afmæliskveðja 3

Hann stórvinur okkar Dagur Bjarnason hélt upp á afmælið sitt á dögunum og sást vel á boðsgestum að um gott teiti var að ræða.
Þrátt fyrir að einhverjar hamingjuóskir hafi verið sagðar um helgina vil ég samt nota tækifærið og óska Degi til hamingju með afmælið sitt í gær!

Photobucket - Video and Image Hosting
Mynd sem Dagur tók af sjálfum sér.. og sjálfum sér..

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ DAGUR OKKAR!
Megir þú eiga ótal fleiri afmælisdaga með dýrindis rauðvíni, steikum og okkur! ;)

((((AFMÆÆÆLISKNÚÚÚS)))))

Tuesday, May 30, 2006

Update og önnur afmæliskveðja

Fyndið hvað netheimar verða fullir af lífi og stuði á prófatíma en svo steinsofnar allt um leið og prófum lýkur. Það er sama sagan hér á þessu blóki.. hef ekki minnsta áhuga á að hanga í tölvunni þessa dagana!

Annars þá er allt gott að frétta af Blásalagenginu. Nýja vinnan mín sem tollvörður er alveg frábær og ég upplifi eitthvað nýtt á hverjum degi og fæ að vesenast um allt, inn í flugvélar, einkaþotur og skip og hitta fullt af spennandi og skemmtilegu fólki (auðvitað líka leiðinlegu en hverjum er ekki sama um svoleiðis). Dagarnir líða eins og ekkert sé! Annað sem er frábært við vinnuna mína er að ég þarf að klæðast einkennisbúningi sem þýðir að ég þarf aldrei að spá í því í hverju ég á að vera á morgnana! Sumum myndi finnast þetta slæmt but I´m loving it! Ég er svona eins og Jóakim Aðalönd með fullan fataskáp af eins fötum. Ójá.

Ég verð nú samt að viðurkenna að þótt nýja vinnan sé mjög skemmtileg þá sakna ég fólksins sem ég hef verið að vinna með síðustu sumur í Landsbankanum. Það var skrýtið að koma ekki til þeirra núna í vor heldur þurfa að fara og kynnast nýju fólki á nýjum stöðum. Þetta gengur samt mjög vel og nýja fólkið (sem eru reyndar bara karlmenn = átakanlega minna slúður og kjaft) er að koma sterkt inn enn sem komið er.

Ég fékk síðan síðustu einkunnina mína í gær og get því formlega staðfest að ég hef lokið 2. ári í lögfræði stóráfallalaust. Ég held samt að þetta hafi verið metár hvað ástundun varðar eða öllu heldur skorti á henni. Þar áttu stóran þátt stúdentakosningar í janúar, Nýja sjálands- ferðalagið mikla, Spánarferð í apríl og almennt kæruleysi. Ég get þó ekki sagt að máltækið "þú uppskerð eins og þú sáir" eigi vel við þar sem mér gekk bara nokkuð vel. Lofa þó bót og betrun að vanda.

Að lokum vil ég svo óska Elínu Lóu S-Ameríkuflakkara til hamingju með afmælið í dag og senda henni stórt knúúúúúús! :)

Jæja.. ætla að drífa mig í sprikl (leikfimi) og svo á eina góða kvöldvakt!

Ding dong dei,
Tollvörðurinn

Wednesday, May 24, 2006

Afmæliskveðja

Þar sem Gunninn er ekki á landinu og ég get ekki hringt í hann þá ætla ég að skella hér inn afmælisknúskveðju!

Photobucket - Video and Image Hosting

*KNÚÚÚÚÚSS*

Til hamingju þú þarna í baunalandi :)