Ný bók frá Túrkmenbashi

tekið af mbl.is
Dagskrá ríkissjónvarps Túrkmenistans var rofin í gær til að forseti landsins, Saparmurat Niyazov, gæti lesið ljóð sín í beinni útsendingu.
Forsetinn las 40 ljóð sem birt eru í nýrri bók hans. Líkt og þrjár fyrri ljóðabækur höfundar verður sú fjórða skyldulesning í framhaldsskólum. Hið sama á við þekktasta ritverk hans „Rukhnama“, sem fjallar um rétta breytni. Forsetinn er jafnan nefndur „Túrkmenbashi“, sem þýðir „Faðir allra Túrkmena“. Í júní var efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu í höfuðborginni, Ashgabat, sem bar yfirskriftina: „Eilífur mikilfengleiki Saparmurat Túrkmenbashi - Forseti gullaldar Túrkmena.“
...
Mér finnst Turkmenbashi alltaf jafn æðislegur.. Ég minnist þess þegar að hann fékk áhuga á tennis og reistir voru tennisvellir hvar sem þeim mátti koma fyrir í Túrkmenistan og þegar hann lét gera stóra styttu af sjálfum sér úr skíragulli sem stendur á helsta torgi höfuðborgarinnar Ashgabat á snúningspalli. Svo eru auðvitað hálfgerðar helgimyndir af manninum út um allt! Hann er sannkallaður faðir allra Túrkmena.
"Þessi útsending er rofin vegna mikilvægra ástæðna.. Ólafur Ragnar Grímsson mun nú lesa nokkur ljóð sem hann var að semja"
Mér dettur helst í hug hversu vel höfuði Davíðs Oddssonar væri komið fyrir á spjóti ef grísinn hefði svona Turkmenbashi-völd.
og svo ég vitni í goðið sjálft:
"I´m personally against seeing my pictures and statues in the streets but that´s what the people want"
- Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmeninstan