Varúð.. tilfinningaflóð!
Ef mér fyndist kjöt ekki svona óþægilega gott þá myndi ég samstundis gerast grænmetisæta. Kannski ég verði það einhvern tíma í framtíðinni.
Framtíðin. Þegar ég hugsa um þá framtíð sem mig dreymir um þá sé ég sjálfa mig ekki í einhverri ákveðinni stöðu, með fullar hendur fjár, umkringd börnum eða nokkuð annað heldur fæ ég ákveðna tilfinningu. Ég hef alltaf fundið fyrir þessari sömu tilfinningu þegar ég hef látið mig dreyma um framtíðina og ég vona að ég eigi einhvern tíma eftir að komast að því fyrir hvað hún stendur. Veit einhver um hvað ég er að tala? Það er mjög erfitt að útskýra þetta en þessi tilfinning er mjög sterk og mig langar svo heitt að upplifa hana en ekki bara dreyma um að finna hana. Nei.. ég get ekki útskýrt þetta. Þetta er tilfinningin sem ég vil fá úr lífinu. Ákveðin lífsfullnæging.
Ég hef fundið fyrir öðrum svipuðum tilfinningum eins og þegar ég var lítil og dreymdi um að ferðast um allan heim þá fékk ég spenning í magann og hlakkaði til að upplifa þessa tilfinningu sem ég gerði svo síðar og þá tilfinningu fæ ég svo í hvert skipti sem ég stíg upp í flugvél á vit ævintýranna.
Ég fékk einnig merkilega tilfinningu uppfyllta þegar ég kynntist Jens. Tilfinninguna sem ég fékk þegar ég lét mig dreyma um ótrúlegan mann sem ég gæti lifað skemmtilegu ævintýra- og ástríku lífi með..
Ég get því ekki annað en beðið og vonað að þessi tilfinning mín um framtíðina rætist eins og hinar hafi gert.
Ég man líka vel eftir tilfinningunni (svo við höldum áfram á þeirri braut) sem sló mig í andlitið þegar ég kynntist Elínu, leiðinlegu dans-stelpunni í næsta húsi.

Ég var alveg forviða á því að hún hefði leynst í Garðabænum allt mitt líf án þess að ég hefði áttað mig á því. Ég gleymi aldrei okkar fyrsta samtali sem snérist um nýfundnar dularfullar eyjur í Kyrrahafinu og ættbálka þeirra.. You got me on hello... ;)
Ég er svo afskaplega þakklát fyrir allt sem ég á.. frá bestu fjölskyldu og vinum sem hægt er að eiga til sætasta naggríss í heimi!

Þessari tilfinningaríkustu færslu áratugarins er nú lokið..
Framtíðin. Þegar ég hugsa um þá framtíð sem mig dreymir um þá sé ég sjálfa mig ekki í einhverri ákveðinni stöðu, með fullar hendur fjár, umkringd börnum eða nokkuð annað heldur fæ ég ákveðna tilfinningu. Ég hef alltaf fundið fyrir þessari sömu tilfinningu þegar ég hef látið mig dreyma um framtíðina og ég vona að ég eigi einhvern tíma eftir að komast að því fyrir hvað hún stendur. Veit einhver um hvað ég er að tala? Það er mjög erfitt að útskýra þetta en þessi tilfinning er mjög sterk og mig langar svo heitt að upplifa hana en ekki bara dreyma um að finna hana. Nei.. ég get ekki útskýrt þetta. Þetta er tilfinningin sem ég vil fá úr lífinu. Ákveðin lífsfullnæging.
Ég hef fundið fyrir öðrum svipuðum tilfinningum eins og þegar ég var lítil og dreymdi um að ferðast um allan heim þá fékk ég spenning í magann og hlakkaði til að upplifa þessa tilfinningu sem ég gerði svo síðar og þá tilfinningu fæ ég svo í hvert skipti sem ég stíg upp í flugvél á vit ævintýranna.
Ég fékk einnig merkilega tilfinningu uppfyllta þegar ég kynntist Jens. Tilfinninguna sem ég fékk þegar ég lét mig dreyma um ótrúlegan mann sem ég gæti lifað skemmtilegu ævintýra- og ástríku lífi með..
Ég get því ekki annað en beðið og vonað að þessi tilfinning mín um framtíðina rætist eins og hinar hafi gert.
Ég man líka vel eftir tilfinningunni (svo við höldum áfram á þeirri braut) sem sló mig í andlitið þegar ég kynntist Elínu, leiðinlegu dans-stelpunni í næsta húsi.

Ég var alveg forviða á því að hún hefði leynst í Garðabænum allt mitt líf án þess að ég hefði áttað mig á því. Ég gleymi aldrei okkar fyrsta samtali sem snérist um nýfundnar dularfullar eyjur í Kyrrahafinu og ættbálka þeirra.. You got me on hello... ;)
Ég er svo afskaplega þakklát fyrir allt sem ég á.. frá bestu fjölskyldu og vinum sem hægt er að eiga til sætasta naggríss í heimi!

Þessari tilfinningaríkustu færslu áratugarins er nú lokið..